Við Selásbraut 98 er að rísa 25 íbúða fjölbýlishús

Einstök staðsetning í útjaðri borgarinnar nærri frábærum útivistarmöguleikum. Rólegt og fjölskylduvænt hverfi.

Fullbúnar íbúðir með vönduðum innréttingum, án gólfefna, gæða heimilistækjum og fallegu útisvæði.

Steinsnar frá Elliðaárdalnum sem teygir sig langt inn í hjarta borgarinnar.

SKOÐA ÍBÚÐIR

Söluaðilar

Hafir þú áhuga á að skoða eignir, gera tilboð eða fá nánari upplýsingar hafðu þá samband við okkar söluaðila.

Guðlaug Jóna Matthíasdóttir

Löggiltur fasteignasali

Garðar Hólm

Löggiltur fasteignasali

Umhverfi

Seláshverfið er einstaklega rótgróið og rólegt hverfi í útjaðri borgarinnar. Niður Elliðaárdalinn liðast áin meðfram fallegum göngu-, hjóla- og hlaupaleiðum. Skóla og íþróttaaðstaða er til fyrirmyndar á svæðinu og umferðargötur fáar og með öruggasta móti. Íþróttafélagið Fylkir býður upp á eitthvað við allra hæfi sem og WorldClass æfingaaðstöðu, allt staðsett í fallegum kjarna við Árbæjarlaugina. Hverfið er líklega það besta á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að hestaíþróttum og aðeins steinsnar frá hestamannafélaginu Fák.

Hönnun hússins

Selásbraut 98 er fjölbýlishús í Árbæ sem samanstendur af 25 íbúðum ásamt þjónusturýmum á jarðhæð. Á lóðinni verður torg, gróið útisvæði, bekkir og þéttur gróður milli bílastæða og gangstéttar Vesturás. Húsið verður klætt með tveimur ljósum litum og svalir verða steyptar með viðarútliti að mestu. Svalahandriði verða úr gleri og áli. Það er því auðvelt fyrir kaupendur að setja upp svalalokanir eftir afhendingu íbúða. Tvær lyftur verða í húsinu.

Hönnun: +Arkitektar